Skyggnst inn í skólastarf

08.02.2018 | Stutt

Skyggnst inn í skólastarf

Menntamiðja hefur hleypt af stokkunum spennandi verkefni sem ætlað er að vekja athygli á áhugaverðu og framsæknu skólastarfi í íslenskum skólum og stuðla um leið að því að kennarar deili og nýti þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í íslensku skólasamfélagi.

Verkefnið fer fram á Twitter undir notendanafninu @Menntamidja og virkar þannig að í hverri viku fær einn skóli aðgang að Twitter-síðu @Menntamidju og notar hann til að tísta myndum og frásögnum af því sem er að gerast í skólanum.

Fyrsti skólinn til að ríða á vaðið er Hólabrekkuskóli og geta áhugasamir fylgst með með því að fylgja notandandum @Menntamidja á Twitter. Einnig er hægt að fylgjast með tístum á vef Menntamiðju.

Þeir sem hafa áhuga á að tísta frá sínum skólum geta hafa samband við Tryggva Thayer, tbt@hi.is.

Viðfangsefni: Menntamiðja