Yndislestur í jólafríiinu

11.12.2017 | Stutt

Yndislestur í jólafríiinu

Menntamálastofnun býður, í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV, nemendum í 1.-7. bekk að taka þátt í Jólasveinalestri. Markmið verkefnisins er að hvetja til yndislesturs í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestramenningu almennt.

Öllum er frjálst að nota efnið „Jólasveinalestur“ – hægt er að nálgast nánari upplýsingar og aðgang að efninu í gegnum vef Menntamálastofnunar og á Facebook-síðu Menntamálastofnunar.

Endilega sendið Jólasveinalesturinn á alla þá er koma að læsisuppeldi barna og helst fyrir 11. desember þar sem fyrsti jólasveinninn kemur til byggða aðfaranótt þriðjudagsins 12. desember.

Að sinna læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu.

Viðfangsefni: Læsi, Yndislestur