Vinnustofur víða um land

13.09.2018 | Stutt

Vinnustofur víða um land

Á vinnustofum á vegum Menntamálastofnunar víða um land, verður fjallað um mikilvægi þess að rýna í niðurstöður HLJÓM-2 og hvernig hægt er að nýta þær til að koma til móts við einstaklingsþarfir og þar með auka gæði leikskólastarfs með markvissum aðgerðum. Farið verður yfir hagnýt ráð við gerð aðgerðaráætlana í kjölfar skimana.

Vinnustofurnar eru opnar öllum þeim sem koma að skipulagningu leikskólastarfs og starfa með leikskólabörnum. Þær eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

HLJÓM-2
Hvernig getum við nýtt niðurstöður?
Vinnustofur verða haldnar á fjórum stöðum á landinu í september og október nk.
Ísafirði 25. september kl. 14:00-17:00
Akureyri 27. september kl. 9:00-12:00
Egilsstöðum 28. september kl. 9:15-12:15
Kópavogi 17. október kl. 9:00-12:00

Skráning fer fram hér.