Textasamkeppni móðurmálskennara

12.09.2018 | Stutt

Textasamkeppni móðurmálskennara

Samtök móðurmálskennara fagna 40 ára afmæli í ár með textasamkeppni meðal ungmenna á aldrinum 13-20 ára. Óskað er eftir knöppum textum af öllu tagi t.d. rappi, ljóði, örleikriti, söngtexta, örsögu, hugleiðingu eða hverju sem er. Textinn má vera mest 500 orð eða þrjár mínútur í flutningi.

Leyfilegt er að skila hljóðskrá en textinn verður líka að fylgja með. Merkja á texta með nafni eða nöfnum, netfangi, skóla og aldri höfundar. Skilafrestur er til 15. september og sendist á netfangið textinnminn@gmail.com.

Vinningstextar verða tilkynntir og fluttir á afmælishátíð Samtaka móðurmálskennara 6. október í Þjóðminjasafninu.

Allir sem eiga texta í skúffu, kolli eða síma eru hvattir til að senda inn texta!