Sykursýki skólabarna

05.01.2018 | Stutt

Sykursýki skólabarna

Hjúkrunarfræðingar í teymi barna með sykursýki á Barnaspítala Hringsins efna til námskeiðs um sykursýki skólabarna tvisvar á ári. Fyrra námskeið ársins fer fram 21. febrúar og stendur frá klukkan 14 til 16. Kennt verður í Hringsal Barnaspítalans. Þátttökugjald er 2.000 krónur.

Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um lágan og háan blóðsykur, einkenni og viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur. Næringarráðgjafi mun fjalla um hollt og gott fæði fyrir skólabörn með sykursýki. Að lokum verða umræður um sykurstjórnun á skólatíma og kynnt verður tillaga að samstarfi milli forráðamanna barns og starfsfólks skólans.

Námskeiðið er ætlað grunnskólakennurum, leikskólakennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki frístundaheimila. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru María Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og Sigríður Eysteinsdóttir næringarráðgjafi.

Skráning á námskeiðið.

Viðfangsefni: Sykursýki skólabarna