Skólavarðan er komin út

19.11.2018 | Stutt

Skólavarðan er komin út

Haustútgáfa Skólavörðunnar er komin út. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni um skóla- og menntamál. Skólavörðunni er dreift í alla skóla landsins.

Meðal efnis má nefna áhugavert viðtal við Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs HÍ, viðtal við nýjar forystukonur Félags grunnskólakennara, þær Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur formann og Hjördísi Albertsdóttur varaformann. Þá er ítarleg umfjöllun um Skólamálaþing KÍ sem fram fór í byrjun október.

Fjallað er um kennaraskort í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þörf á vitundarvakningu er kemur að vinnuslysum kennara, kennslu í stærðfræði fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Verðlaunasögurnar úr Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla eru birtar og margt fleira.

Lesið blaðið hér