Pamela de Sensi er félaginn!

27.05.2019 | Stutt

Pamela de Sensi er félaginn!

Pamela de Sensi er tónlistarkennari í Tónlistarskóla Kópavogs. Námsgreinar hennar eru þverflauta og kammertónlist.

Pamela er félaginn í Skólavörðunni og svarar þremur spurningum.


Ég er kennari vegna þess að:

Ég elska að kenna og vinna tónlist með nemendum mínum. Ég nýt þess að sjá nemendur mína lifa sig meira og meira inn í tónlistina og finna hvernig hún auðgar líf þeirra. Ég kenni öllum með það í huga að þeir verði einleikarar en svo ákveða þau bara í framtíðinni hvað þau vilja gera. Það er samt alltaf mikilvægt að stefna hátt og eiga þennan möguleika þó það sé alls ekki markmiðið í sjálfu sér.

Besta stund vikunnar:

Það er erfitt að finna bestu stund vikunnar, því allar stundir eru bestar. Ég þarf ekkert endilega að bíða eftir helgarfríi til að eiga bestu stundir, enda á tónlistarfólk hvort sem er aldrei helgarfrí.


Þessu myndi ég vilja breyta:

Ég myndi gjarnan vilja að mið- og framhaldsnemar fengju meira en klukkutíma í kennslu á viku, því mér finnst það of lítið.


FÉLAGINN er fastur liður í Skólavörðunni. Lesið blaðið hér.

Viðfangsefni: Tónlistarskólar