Ný handbók um einelti og vináttufærni

23.11.2017 | Stutt

Ný handbók um einelti og vináttufærni

Handbók um einelti og vináttufærni – forvarnir og viðbrögð nefnist nýútkomið rit á vegum Heimilis og skóla.

Á vef Heimilis og skóla segir að árið 2009 hafi samtökin gefið út bækling um einelti. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá og erum við sem samfélag reynslunni ríkari þegar kemur að forvörnum og inngripum í eineltismál. Fyrrnefndur bæklingur fjallar aðallega um staðreyndir um einelti, ásamt því að gefa ýmis góð ráð. Þessari handbók sem nú hefur verið gefin út er ætlað að verða viðbót við fyrri útgáfu en ekki endurtekning. Megináherslan er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum," segir á vef Heimilis og skóla.

Handbókina má lesa hér.

Viðfangsefni: Einelti, Vináttufærni