Námsefnispakkar til leikskólanna

24.08.2018 | Stutt

Námsefnispakkar til leikskólanna


Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Þóru Jónu Jónatansdóttur, leikskólastjóra Geislabaugs í Reykjavík, fyrsta námsefnispakkann sem Menntamálastofnun, í samstarfi við Lions, ætlar að færa öllum leikskólum landsins.

Í pakkanum er að finna spjöld með bókstöfum sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt, einnig veggspjöld með bók- og tölustöfum sem hægt er að hafa sýnilegt í umhverfinu, hreyfispil, tónlistarleiki og léttlestrarbækur.

Fulltrúar Lions-hreyfingarinnar munu sjá um dreifingu á námsefninu og heimsækja alla leikskóla landsins á næstu vikum og afhenda gjafapakkann.

Sjá frétt á vef Menntamálastofnunar.