Lesum á fullu!

11.06.2018 | Stutt

Lesum á fullu!

Viltu fagna fullveldisárinu? Hefurðu gaman af sögulegum skáldsögum? Finnst þér afmæli frábær?

Borgarbókasafnið stendur fyrir lestraráskoruninni Lesum á fullu! sem stendur yfir allt árið 2018.

Hvað bar helst til tíðinda árið 1918? Það var kalt, margir voru veikir, einu stóru stríði lauk, tengsl Danmerkur og Íslands breyttust, Katla gaus, sjálfstæðisbaráttan bar árangur.

Við bjuggum til tólf efnisflokka sem tengjast atburðunum og afmælinu á einhvern hátt og stillum bókunum út á söfnunum.

Nú skorum við á þig: Lestu eina bók úr hverjum flokki, skrifaðu titlana á eyðublaðið, merktu þér það og skilaðu í næsta bókasafn. Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið veglegan vinning í árslok!

Starfsmenn bókasafnanna eru boðnir og búnir að aðstoða þig með að finna bækur í flokkunum tólf.


Nánari upplýsingar

#lesumáfullu