Lesum 26 bækur á árinu

15.01.2018 | Stutt

Lesum 26 bækur á árinu

„Jæja, rísið úr tungusófunum og slökkvið á Netflix. Nú er komið að bókaáskorun! 26 bækur á einu ári, er það ekki bara fínt nýársheit?“ Svo hefst fréttatilkynning frá Amtbókasafninu á Akureyri sem birti á dögunum bókaáskorun á samskiptamiðlinum Facebook. Áskorun þessi gengur út að hvetja fólk til að lesa að minnsta kosti 26 bækur á árinu 2018.

Gefnar eru upp 26 hugmyndir að ýmsum bókum sem hægt er að lesa. Þar má t.d. nefna þroskasögu, unglingabók, bók sem gerist að sumri, bók sem ögrar og svo framvegis. Með áskoruninni vill Amtsbókasafnið efla bókalestur í samfélaginu. Tungusófinn og Netflix vísa í síðasta áramótaskaup þar sem hið svokallaða bókmenntaeftirlit ræðst inn á íslenskt heimili og athugar hvort það standist kröfur um íslenska menningu," segir í frétt á vef Amtsbókasafnsins.

Amtsbókasafnið á Facebook. #áframlestur

Viðfangsefni: Lestur, Bækur