Krakkar forrita á íslensku

04.05.2018 | Stutt

Krakkar forrita á íslensku

Grunnskólanemar geta nú forritað á micro:bit smátölvu á íslensku. Búið er að þýða ritilinn og var það afrakstur samstarfs Háskóla Íslands og Kóðans. Nemendur í verkefnahóp Kóðans hafa unnið að verkinu frá áramótum og hafa staðið í ströngu við að finna íslensk orð yfir hin ýmsu hugtök sem notuð eru í forritun.

Frá þessu er greint á vef Menntamálastofnunar.

Kóðinn 1.0 er samstarfsverkefni KrakkaRÚV, Samtaka iðnaðarins, menntamálaráðuneytisins og Menntamálastofnunar.

„Markmið verkefnisins er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna. Auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í dreifingu á micro-bit smátölvunni en hana geta allir krakkar í 6. bekk fengið gefins og tekist á við hinar ýmsu forritunaráskoranir sem finna má á vefsíðu Kóðans,“ segir í frétt Menntamálastofnunar.

Vefsíða Kóðans.