Kennsluefni úr SKAM

14.11.2017 | Stutt

Kennsluefni úr SKAM

Námsgáttin Norden i Skolen býður nú kennsluefni fyrir unglinga sem er að uppistöðu úr norsku þáttunum SKAM. Þáttaröðin naut eindæma vinsælda, fjallað er um alvöru vandamál með tungutaki sem hefur gert norskuna svalari en nokkru sinni fyrr meðal ungmenna á Norðurlöndunum.

Kennsluefnið hentar til tungumálakennslu, móðurmálskennslu og í þverfaglegum verkefnum um ungt fólk. „Með SKAM-kennsluefninu viljum við gefa kennurum á Norðurlöndum tækifæri til að vinna með nágrannamálin á skemmtilegan hátt, sem höfðar til nemenda og er í takt við þau vandamál, sem þeir glíma við í hversdagslífi sínu. Þess vegna má bæði nota kennsluefnið í tungumálafögum og þverfaglegum verkefnum um ungt fólk á Norðurlöndum," segir Thomas Henriksen verkefnastjóri.

Kennsluefnið er gjaldfrjálst.

Skoða SKAM-kennsluefnið.

Viðfangsefni: Norðurlönd, Tungumálanám, SKAM