Jón Jónsson hvetur grunnskólanemendur áfram

07.03.2018 | Stutt

Jón Jónsson hvetur grunnskólanemendur áfram

Um fjögur þúsund nemendur munu taka þátt í PISA könnuninni á tímabilinu 12. mars til 13. apríl næstkomandi. PISA-könnunin verður lögð fyrir i öllum grunnskólum landsins og er ætlað að meta færni nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði.

Við undirbúning fyrirlagnar PISA hefur Menntamálastofnun átt í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóla, Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og ungmennaráð Menntamálastofnunar. Allir þessir aðilar standa nú saman að kynningu á PISA.

Til þess hvetja skóla, foreldra og nemendur til að nálgast þátttöku í PISA með jákvæðu hugarfari voru þeir Freyr Alexendersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Jón Jónsson tónlistarmaður fegnir til að koma fram í myndböndum þar sem þeir tala til nemenda og hvetja þá áfram.

Þá hefur verið settur upp vefur á vegum Menntamálastofnunar, www.pisa.is, þar sem finna má allar frekari upplýsingar um PISA-könnunina.

Vefur Menntamálastofnunar.

Menntamálastofun á Facebook.