Jafnréttisnefnd segir ...

07.05.2019 | Stutt

Jafnréttisnefnd segir ...

...að formleg og óformleg jafnréttisumræða verði að vera virk meðal nemenda og kennara á öllum skólastigum. Dægurmálaumræða, útgáfa bóka o.m.fl. getur verið góð kveikja að umræðu.

...að mikilvægt sé að skipa jafnréttisfulltrúa í öllum skólum til að koma jafnréttismálum í ákveðinn farveg. Grunnþátturinn er mikilvægur og verður illa unninn í hjáverkum. Jafnréttisnefnd hefur stofnað fésbókarsíðu fyrir jafnréttisteymi og jafnréttisfulltrúa allra skólastiga. Síðan heitir Jafnréttisfulltrúar og jafnréttisteymi í skólum og á að létta þeim vinnu sem hafa grunnþáttinn á sinni könnu. Þar inni verður hægt að deila hugmyndum og námsefni, viðhafa faglega umræðu og veita stuðning í starfi, að auki verður þar hugmyndabanki að námsefni og jafnréttisgátlistar fyrir hvert skólastig frá jafnréttisnefnd.

...að Kynjabókhald KÍ hafi litið dagsins ljós. Í Kynjabókhaldi koma fram kynjahlutföll félagsfólks innan KÍ bæði eftir aðildarfélögum og þeirra sem vinna í nefndum, ráðum og trúnaðarstörfum, að auki er farið yfir kynjahlutföll starfsfólks KÍ. Áhugasamir geta rýnt í bókhaldið inni á heimasíðu KÍ.


Jafnréttisnefnd segir er fastur liður í Skólavörðunni. Lestu nýjustu Skólavörðuna.