Hvað viltu vita um árið 1918?

05.03.2018 | Stutt

Hvað viltu vita um árið 1918?

Vísindavefurinn hefur stofnað sérstakan flokk á vefsvæði sínu sem ber heitið „1918“. Þangað er hægt að senda inn spurningar um hvaðeina sem tengist árið 1918. Áhersla verður þó lögð á að svara spurningum um vísindi.

Frá þessu er greint á efnismiklum og flottum vef þar sem fjallað er um 100 ára afmæli fullveldisins frá ýmsum hliðum.

„Vísindavefurinn efnir einnig til samstarfs við nokkra grunnskóla á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu þar sem nemendum gefst kostur á að senda inn spurningar í flokkinn 1918 og fá svör sem hægt er að vinna frekar með í skólastarfi. Einnig verður haft samstarf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um sérstaka áherslu á svör um handrit og handritamenningu á afmælisárinu," segir í frétt á vefnum www.fullveldi1918.is.

Á vefnum verður að finna ýmis konar fróðleik sem getur nýst í kennslu; sagt verður frá fjölda viðburða í tengslum við afmælið.