Handbók um notkun snjalltækja í kennslu

28.11.2018 | Stutt

Handbók um notkun snjalltækja í kennslu

Ný bók í íslenskri þýðingu, Síðasta skólatöskukynslóðin – Handbók í snjalltækni fyrir kennara, er komin út. Hún er skrifuð af Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon. Dr. Zachary Walker hélt einmitt fyrirlestur á Skólamálaþingi Kí í fyrra og fjallaði hann þá um þaulreynar kennsluaðferðir sínar.

Bókin er ætluð kennurum og öðru skólafólki sem vilja nýta snjalltækni í kennslu. Í bókinni er lögð áhersla á skynsamlega stefnumótun og verklag til að finna, innleiða og samþætta tæki, smáforrit og veflausnir í skólastofunni. Þar má finna ótal hugmyndir, aðferðir og úrræði sem geta auðveldað kennurum á öllum skólastigum að tileinka sér kosti snjalltækninnar sem gagnlegt kennslutæki.

Nánari upplýsingar um bókina.