Barnabókin er svarið

27.09.2017 | Stutt

Barnabókin er svarið

Málþing um um börn, lestur og mikilvægi barnabóka í lestrarleikni barna verður haldið í Ráðhúsinu 4. október næstkomandi. Að málþinginu standa Samtök íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Menntamálastofnu standa fyrir málþinginu

Aðstandendur málþingsins telja að hlutverk barnabóka sé vanmetið í umræðunni í dag. Með eflingu barnabóka og auknu framboði af vönduðum, áhugavekjandi og skemmtilegum bókmenntum fyrir börn sé hægt að lyfta grettistaki í að viðhalda tungumálinu og efla lestur meðal barna.

Á málþinginu verða þessi mál rædd, umhverfi útgefenda á Íslandi skoðað og kynnt verða lestrarhvetjandi verkefni í skólum landsins og víðar sem skilað hafa góðum árangri.

Fyrirlesarar eru meðal annarra; Margrét Tryggvadóttir, Sindri Bergmann Þórarinsson, Dröfn Vilhjálmsdóttir og Ævar Þór Benediksson. Fundarstjóri er rithöfundurinn Gunnar Helgason.

Málþingið á Facebook.

Viðfangsefni: Bóklestur, Barnabækur