500 þúsund kennarar í eTwinning

19.10.2017 | Stutt

500 þúsund kennarar í eTwinning

Fjöldi þátttakanda í eTwinning fór í yfir hálfa milljón fyrr í vikunni. Stærra skólasamfélag finnst ekki í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Af þessu ánægjulega tilefni gefst kennurum og nemendum tækifæri til að glíma við nokkrar þrautir og eru þátttakendur hvattir til deila myndum á Facebook og Twitter undir myllumerkinu #500keTwinners.

Þá hefur eTwinning app komið fram og er fáanlegt bæði fyrir iOs og Android.

Vefsíða eTwinning hjá Rannís

Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Flataskóla, sagði frá reynslu sinni af eTwinning í Skólavörðunni sem kom út síðasta vor. Hún sagði engan vafa leika á að þátttaka í eTwinning sé gagnleg fyrir kennara. „Samvinna af þessu tagi víkkar sjóndeildarhringinn og getur verið hin besta endurmenntun. Kennarar kynnast öðrum starfsháttum, hugmyndir að nýjum verkefnum og vinnuaðferðum kvikna og þeir eignast nýja félaga í hópi kollega. Þá má ekki gleyma nemendum sem fá nýja sýn á heiminn, verða víðsýnni og átta sig á hverju er hægt að áorka þegar unnið er að saman að einu markmiði.“

Viðtalið við Kolbrúnu Svölu Hjaltadóttur.

Viðfangsefni: eTwinning