Dagur í lífi skólastjóra

18.04.2016 | Skólinn

Dagur í lífi skólastjóra

Hildur Jóhannesdóttir er skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal. Hún hefur gegnt starfinu í sex ár en á að baki áralangan feril sem grunnskólakennari, tónlistarkennari og aðstoðarskólastjóri. Anton Brink ljósmyndari fylgdist með einum vinnudegi skólastjórans í Dalskóla – dagurinn reyndist annasamur eins og flestir daga í grunnskólum og Hildur hafði í mörg horn að líta.

Dalskóli skiptist þannig að grunnskólanemendur eru um 160, leikskólabörnin 82 og starfsmenn 55 talsins. Skólinn tók til starfa árið 2010 og hefur verið undir stjórn Hildar frá upphafi.

Myndasyrpan segir sína sögu. Njótið.