Dagur í lífi leikskólastjóra

22.04.2015 | Skólinn

Dagur í lífi leikskólastjóra

Guðrún Sólveig er leikskólastjóri í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þetta er stór vinnustaður með 212 börn, um 60 starfsmenn og starfsemi í þremur húsum í hverfinu, og Guðrún Sólveig hefur í mörg horn að líta. Engir tveir dagar eru eins að sögn hennar en vinnudagurinn er jafnan ánægjulegur.

Anton Brink ljósmyndari fylgdist með degi í lífi Guðrúnar Sólveigar snemma í apríl.

Myndaserían birtist upphaflega í rafrænni Skólavörðu Kennarasambands Íslands sem kom út í apríl 2015.