Dagur í lífi leikskólakennara

22.12.2015 | Skólinn

Dagur í lífi leikskólakennara

Steinunn Erla Sigurgeirdóttir leikskólakennari hefur unnið á leikskólanum Álfaheiði síðustu sjö árin. Steinunn virðist hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en annað fólk því fyrir utan að sinna bæði starfi og fjölskyldu af alúð stundar hún framhaldsnám og er landsliðskona í íþróttum.

Anton Brink ljósmyndari fylgdist með degi í lífi Steinunnar. Myndaserían birtist upphaflega í rafrænni Skólavörðu Kennarasambands Íslands í maí 2015.