Skólavarðan er komin út

17.05.2018 | Fréttir

Skólavarðan er komin út

Fyrsta tölublað Skólavörðunnar 2018 er komið út. Skólavörðunni verður dreift til félaga KÍ á næstu dögum en ritið má einnig lesa í vefútgáfu á vef Kennarasambandsins. Þá er minnt á vef Skólavörðunnar en þar munu stakar greinar úr blaðinu birtast á næstu vikum.

Meðal þess sem fjallað er um í Skólavörðunni má nefna starfsþróun kennara, leiðsagnarmat, náttúrufræðimenntun fyrir grunnskólakennara, Okkar mál í Fellahverfi, þing KÍ, Instagram og verkefni Járnkarlanna.