Skólavarðan er komin út

09.11.2017 | Fréttir

Skólavarðan er komin út

Skólavarðan er komin úr prentun og verður dreift til félaga í KÍ á næstu dögum. Mörg áhugaverð viðtöl, úttektir og greinar er að finna í blaðinu.

Meðal efnis í blaðinu má nefna viðtal við dr. Zachary Walker, kennara og fræðimann, um snjalltæki og skólastarf. Walker var aðalfyrirlesari á Skólamálaþingi KÍ á Alþjóðadegi kennara, 5. október.

Rætt er við Ragnheiði Bóasdóttur, sérfræðing í menntamálaráðuneytinu, um stefnuna menntun fyrir alla og hvernig til standi að renna enn sterkari stoðum undir hana á næstu árum.

Borgþór Arngrímsson heimækir skemmtilega leikskóla í Kaupmannahöfn og ræðir við foreldra íslenskra leikskólabarna.

Þá er umfjöllun um spjaldtölvuverkefnið í Kópavogi, breytingar sem eru að verða í kennslu bílgreina, trúnaðarmenn og afstöðu þeirra til starfsins.

Hildur Sigurðardóttir grunnskólakennari er í áhugaverðu viðtali þar sem hún segir frá starfi sínu í nærri hálfa öld. Fjallað er um starfi Erasmus+, menntaáætlunar Evrópusambandsins, mikilvægi góðrar raddheilsu og skólastofu 21. aldarinnar og margt margt fleira.

Lestu Skólavörðuna.