120 grunnskólakennarar nutu veðurblíðu og náttúru

31.05.2019 | Fréttir

120 grunnskólakennarar nutu veðurblíðu og náttúru

Um 120 grunnskólakennarar lögðu land undir fót í gær og tóku þátt í árlegri vorgöngu í boði Kennarafélags Reykjavíkur. Hópurinn fór með þremur rútum að flekaskilunum á Reykjanesi, sem stundum eru kölluð brúin milli heimsálfa.

Gengið var um Reykjaveg, eftir Prestastíg og um Eldvörp. Gengnir voru tæpir í tólf kílómetrar í dásamlegu veðri. Einar Skúlason, annaðist leiðsögn á leiðinni og fræddi göngufólk um það sem fyrir augu bar.

Að lokinni göngu var boðið upp á humarsúpu, kaffi, kakó og pönnukökur á Bryggjunni í Grindavík. Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavík, var ánægður með daginn og gangan hafi verið fjölmennari í ár en en elstu menn reki minni til.

Myndasyrpa úr göngunni.

Viðfangsefni: Grunnskólakennarar